Svartur hlýrabolur með breiðum hlýrum úr ull og silki frá Mey.
Innihald:
70% merino ull
30% silki
Mey er þýskt undirfatamerki sem er þekkt fyrir gæði.
Ull og silki undirfötin frá Mey eru bæði létt og þægileg. Þessi fullkomna blanda af merino ull ásamt silki heldur líkamanum í góðu jafnvægi jafnt í hita og kulda. Merino ullin frá Mey er lífrænt vottuð og hefur vakið mikla athygli fyrir eiginleika sína. Raki og sviti frá húðinni helst í innsta lagi ullarinnar svo að hún virðist vera þurr viðkomu. Húðin fær að anda og ullin skilar rakanum aftur í andrúmsloftið. Silkið er svo afar slitsterkt og gefur yndislega mýkt.
Þessi blanda af ull og silki myndar einstaklega þægilegt og teygjanlegt efni sem auðvelt er að klæða sig í og úr og hentar í allar aðstæður.
Leyfðu þægindunum að koma þér skemmtilega á óvart í ull og silki undirfötunum frá Mey.